Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIR



VISSIR ÞÚ ?

24.11.2003
ÍBR úthlutar styrkjum
Nú í hádeginu hélt Íþróttabandalag Reykjavíkur blaðamannafund þar sem tilkynnt var um styrkveitingu til fjögurra íþróttamanna sem stefna að því að komast á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári.

Íþróttamennirnir sem fengu styrk eru:
Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi, sem þegar hefur tryggt sér þátttöku á leikunum.
Bjarni Skúlason, júdómaður úr Júdódeild Ármanns, Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, og Sara Jónsdóttir, badmintonkona úr TBR sem öll eiga góða möguleika á að komast á leikana.

Stuðningurinn verður í formi mánaðalegra greiðslna ásamt upphafsgreiðslu:
Upphafsgreiðsla: 100.000 kr.
Mánaðarleg greiðsla: 35.000 kr.
Mánaðarleg greiðsla þegar ÓL þátttaka er tryggð: 50.000 kr.

Landslið Íslands í handbolta hefur tryggt sér þátttöku á leikunum. Þeir reykvísku leikmenn sem verða valdir í landsliðið sem keppir á Ólympíuleikunum munu einnig hljóta stuðning þegar þar að kemur.

Ljóst er á þessu að ÍBR er að styðja vel við bakið á afreksíþróttafólki innan síns héraðs og mun þessi styrkur án efa nýtast þessum íþróttamönnum vel í komandi átökum annars vegar við undirbúning fyrir leikana og hins vegar fyrir þá sem enn eru að reyna að öðlast þátttökurétt á leikunum.

ÍSÍ óskar þessu íþróttafólki til hamingju með styrkinn og þakkar ÍBR fyrir góðan stuðning


Til baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands