 |
 |
 |
VISSIR ÞÚ ? |
|
|
 |
 |
26.4.2006
(Frétt birt í Morgunblaðinu 25.04.2006)
ÁRMENNINGAR komu, sáu og sigruðu á Íslandsmótinu í júdó sem fram fór um helgina. Þeir sigruðu í sex af átta flokkum í karlaflokki auk þess sem þeir lögðu Júdófélag Reykjavíkur 7:0 í sveitakeppninni. Konurnar í Júdófélagi Reykjavíkur voru hins vegar sigursælar því þær sigruðu í öllum fjórum flokkum kvenna. Ármann var því með 7 gull, Júdófélagið 5 og KA eitt. Allir sterkustu júdómenn landsins voru með að þessu sinni.
Þetta gekk ansi hreint vel hjá okkur, nema konunum enda er Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Margrét Bjarnadóttir, ófrísk og var því ekki með,“ sagði Sævar Sigursteinsson, þjálfari hjá Ármanni, ánægður með árangurinn hjá körlunum.
„Þessi stórsigur í karlaflokki var bæði óvæntur og ánægjulegur,“ sagði Sævar og spurður um ákveðna glímu sem hefði verið hvað skemmtilegust sagði hann: „Það var gaman að fylgjast með viðureign Vignis [Stefánssonar úr Ármanni] og Snævars [Jónssonar úr Júdófélagi Reykjavíkur], bæði í einstaklingskeppninni og sveitakeppninni. Vignir vann báðar glímurnar, nokkuð örugglega eftir þó fimm mínútur í 81 kílóa flokki, en sú í sveitakeppninni var jöfn og spennandi. Þar lenti Vigir undir en náði að vinna það upp og sigra.“
Bjarni Friðriksson, þjálfari hjá Júdóféalgi Reykjavíkur, sagðist þokkalega kátur með mótið, „nema auðvitað árangurinn hjá körlunum,“ sagði hann. „Annars er þetta svo sem viðbúið því við erum með mjög ungt og óreynt lið sem var að keppa við reynslumikla menn. Það var góður sigur hjá Jóni Þór í 73 kílóa flokki og síðan var það í 81 kílóa flokki sem við hefðum getað krækt í sigur því Snævar er kominn með nokkra reynslu. Glímur hans og Vignis voru fínar,“ sagði Bjarni. „Ármenningar unnu þetta með glæsibrag að þessu sinni og ekkert við því að gera,“ sagði Bjarni.
Opinn klokkur karla:
Bjarni Skúlason, Ármanni
-60 kg flokkur:
Bergþór Steinn Jónsson, KA
-66 kg flokkur:
Darri Kristmundsson, Ármanni
73 kg flokkur:
Jón Þór Þórsson, JR
81 kg flokkur:
Vignir Stefánsson, Ármanni
90 kg flokkur:
Bjarni Skúlason, Ármanni
100 kg flokkur:
Þorvaldur Blöndal, Ármanni
+100 kg flokkur:
Vernharð Þorleifsson, Ármanni
Sveitakeppni
Ármann vann JR 7:0.
Opinn flokkur kvenna:
Gígja Guðbrandsdóttir, JR
-57 kg flokkur:
Jóna Lovísa Jónsdóttir, JR
70 kg flokkur:
Gígja Guðbrandsdóttir, JR
+78 kg flokkur:
Árdís Steinarsdóttir, JR | |
Til baka |
|
|
 |
 |
|