Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIR



VISSIR ÞÚ ?

3.5.2006
Vormót JSÍ 2006
Vormót JSÍ 2006 Einstaklingskeppni
Dagur: Laugardaginn 6. maí 2006
Mótið hefst kl : 11:00
Mótsstaður: Júdófélag Reykjavíkur

Júdósamband Íslands
Engjavegi 6, 104 Reykjavík, Sími 662 8055,
www.jsi.is jsi@judo.is

Vormót JSÍ 2006 Einstaklingskeppni

Dagur: Laugardaginn 6. maí 2006

Keppt er í: Aldursflokkum Fædd
Fullorðna ( 15 ára og eldri) 1991 og fyrr
Juniora ( Yngri en 20 ára) 1987 til 1991
Unglinga 15-16 ára 1991 1990
Táninga 13-14 ára 1993 1992
Börn 11-12 ára 1995 1994

Mótið hefst kl : 11:00

Mótsstaður: Júdófélag Reykjavíkur

Vigtun: Á mótsstað, að morgni keppnisdags frá kl. 09:30 -10:00

Þátttakendur: Allar þjóðir Allar gráður

Keppniskerfi: Ef aðeins tveir keppendur eru skráðir í flokk er ekki keppt í þeim þyngdarflokki en þeir færðir í næsta
þyngdarflokk fyrir ofan. Þetta á þó ekki við um Íslandsmót, þar yrði keppt ef fleiri en einn eru skráðir
til leiks, annars er engin titlaður Íslandsmeistari í þeim flokki.
1 þátttakandi: Engin keppni eða sameinast næsta þyngdarflokk fyrir ofan.
2 - 4 þátttakendur: Einn riðill. = 1, 3 eða 6 viðureignir
5 - 6 þátttakendur: Tveir riðlar. = 7 - 9 viðureignir
7 og fleiri þátttakendur: Útsláttur/tvöföld uppreisn = 9 viðureignir +

Keppnisreglur: Reglur IJF (Alþjóða júdósambandsins) gilda að undanskildum eftirfarandi ákvæðum:
a) Í aldursflokkum 14 ára og yngri er bannað að nota Shime-waza, Kansetsu-waza.
b) Séu keppendur jafnir við lok glímu skal glíman framlengd og gullskor ráða úrslitum.

Keppnistími: 15 ára og eldri Karlar/konur 5 mínútur
19 ára og yngri Piltar/stúlkur 4 mínútur
15-16 ára Drengir/stúlkur 3 mínútur
11-12 og 13-14 ára Strákar/stelpur 2 mínútur

Þátttökuskráning: Sendist á jsi@judo.is

Lokaskráning: Fimmtudags hádegi 04.maí Ekki verður tekið við skráningu eftir það


Dráttur: Keppendur sem urðu í 1.og 2. sæti á síðasta móti JSÍ skulu aðskildir við útdrátt svo þeir
lendi ekki saman í fyrstu viðureign ef hægt er. Sama á við keppendur frá sama félagi.

Keppnisgjald: 500 kr

Félag þátttakanda sér um greiðslu þátttökugjalda og skal greitt fyrir alla þátttakandur
sem skráðir eru á þátttökulista þann sem sendur er mótshaldara.
Keppi þátttakandi í fleiri en einum aldursflokki greiðist aðeins eitt keppnisgjald og skal
það vera í samræmi við elsta aldursflokkinn sem hann tekur þátt í.
Hægt er að borga fyrirfram á reikning JSÍ (númer bankareiknings er 323-26-202).

Júdópassinn: Hafa með sér passann, enginn passi enginn keppnissréttur.
Keppnistímabil 05/06 Hægt að kaupa og greiða hann við vigtun og kostar hann 1500 kr.

Meiðsli og slys: Mótshaldari og/eða JSÍ ber ekki ábyrgð á meiðslum eða slysum er verða í keppni.
Keppendur eru sjálfir ábyrgir fyrir sínum eigin tryggingum.

Óviðunandi framkoma: Öll framkoma, hvort sem eiga í hlut , áhorfendur, starfsmenn, keppendur eða þjálfarar,
sem truflar mót er bönnuð. Dómari skal veita þeim sem ekki fylgja þessu ákvæði
áminningu og skal hún skráð af mótsstjóra. Verði áminning ekki virt skal viðkomandi
yfirgefa mótssvæðið og ef að hann er þátttakandi í keppninni er hann búinn að fyrirgera
rétti sínum til áframhaldandi keppni.

Nánari uppl. veitir: Bjarni Friðriksson
588-3200 og 662-8055
bjarni@judo.is


Til baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands