Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIR



VISSIR ÞÚ ?

1.10.2006
Úrslit frá Hausmóti JSÍ 2006
Haustmót Júdósambands Íslands var haldið í gær laugardag, mótið var haldið í nýju og glæsilegu húsnæði Júdódeildar Ármanns í Laugardalnum.

Var vel mætt á mótið og óhætt að segja að Júdóvertíðin fari vel af stað.

Ármenningar reyndust sigursælir í fullorðinsflokki og unnu 5 flokka af 6, Ingibjörg Guðmundsdóttir sigraði í -63kg flokki og Anna Soffía Víkingsdóttir í +63kg flokki,

Þá var það Darri Kristmundsson sem sigraði í -66kg flokki karla, Birgir Páll Ómarsson í 73kg flokki, Örn Arnarson júdófélagi Reikjavíkur sigraði í -81kg flokki og svo Þorvaldur Blöndal í +81kg flokki.

Einnig var keppt í yngri aldursflokkum og voru mörg falleg tilþrif sem litu dagsins ljós, úrslit úr þeim flokkum munu birtast innan tíðar.

Sævar Sigursteinsson yfirþjálfari hjá Júdódeild Ármanns var að vonum ánægður sem sitt fólk eftir daginn og sagði að mótið hefði gengið mjög vel og þátttaka góð en þó hefði vantað nokkra sterka menn þar sem nokkrir landsliðsmenn úr Júdófélagi Reykjavíkur væru við æfingar í Tékklandi og Vignir G Stefánsson Íslands og Norðurlandameistari í -81kg flokki væri enn á sjúkralista eftir að hafa slitið krossbönd á Norðurlandamótinu. Bjarni Skúlason varð fyrir því óláni að meiðsl í nára sem verið hafa að angra hann tóku sig upp og varð hann því að hætta keppni og verður trúlega frá fram til áramóta.


Biggi í action


Til baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands