Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIRVISSIR ÞÚ ?

9.11.2001
Opna finnska meistaramótið
Hópur Judomanna/kvenna hélt utan í morgun til að keppa á opna finnska meistaramótinu. Mótið er haldið helgina 10-11 Nóvember í Vantaa, Finland. Dregið er um hverjir lenda á móti hverjum í dag föstudag. Keppt verður í karlaflokkum -60 kg, -73 kg og -90 kg og kvennaflokkum -48 kg, -57 kg -70 kg á laugardegi en á sunnudag verður keppt í þyngdarflokkunum -66 kg, -81 kg, -100 kg og +100 kg hjá körlum og -52 kg, -63 kg, -78 kg og +78 kg hjá konum.

Alls hafa 23 þjóðir staðfest þátttöku í mótinu en íslenki hópurinn er með stærra móti núna þar sem 8 þátttakendur eru í íslenska hópnum fyrir, 5 karlar og 3 konur. Landsliðsþjálfararnir Sævar Sigursteinsson og Bjarni Friðriksson eru með hópnum. Íslenska keppnis hópinn skipa:

  • Heimir Haraldsson, Ármann, +100kg

  • Vernharður Þorleifsson, KA, -100kg

  • Bjarni Skúlason, Ármann, -90kg

  • Sævar Jónsson, JR, +73kg

  • Hjördís Ólafsdóttir, JR, -57kg

  • Margrét Bjarnadóttir, Ármann, -63kg

  • Gígja Guðbrandsdóttir, JR, -70kg

  • Anna Soffía Víkingsdóttir, JR, -70kgTil baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands