Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIR



VISSIR ÞÚ ?

18.7.2002
Heimsmeistaramót öldunga
Björn Halldórsson Judoþjálfari keppti nýlega á Fourth World masters Judo championships sem haldið var dagana 20-23 júní 02 í Templemore Sports Complex,Londonderry N.Írlandi. Birni gekk vel á mótinu og var á leið í Bronsglímuna en tapaði á gullskori og endaði 5-7 sæti.

Aldurstakmark var 30 ára og eldri, keppt var í aldursflokkum t.d. 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára og sv.fr., elsti flokkurinn var 75 ára og eldri, keppt var í öllum þyngdarflokkum. Björn Halldórsson keppti í 50-54 ára - 81 kg. Keppendur voru ca. 500 sem var hámarksfjöldi og frá flestum þjóðum. Einnig var keppt í Kata sem var keppt 1sta keppnisdag frá 8 30 að morgni til 10 að kvöldi.

Björn Halldórsson hefur starfað sem barna og unglinga þjálfari síðustu ár. Árið 1993 flutti Björn til U.S.A. og starfaði þar sem þjálfari árin 1993-1996 meðal annars fyrir Y.M.C.A. í Tituswille í Florida. Síðustu 3 árin hefur Björn starfað sem barna og unglinga þjálfari hjá júdo deild Ármans ásamt þjálfun öldunga- deildar. Björn hefur einnig séð um þjálfun judo deildar U.M.F. Selfoss síðast liðið ár.


Til baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands