Judoland.isJudoland.is Heimir Haraldsson Norðurlandameistari 2001 Vallarskeifan Höskuldur og Snævar í léttri sveiflu
FRÉTTIR



VISSIR ÞÚ ?

10.11.2001
2 brons verðlaun
Í dag unnu þau Bjarni Skúlason (-90kg) og Gígja Guðbrandsdóttir (-70kg) til bronsverðlauna á opna finnska meistaramótinu. Bjarni glímdi til úrslita um bronssætið við Kananda búa en Gígja við Finnska stelpu eftir því sem Sævar Sigursteinsson landsliðsþjálfari segir. Þau áttu góðan dag og uppskáru eftir því.

Aðrir keppendur áttu ekki eins góðan dag en Snævar Jónsson (-73kg) komst í aðra umferð en þær Anna Soffía Víkingsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir féllu út í fyrstu umferð. Þetta voru sannfærandi glímur en þau náðu ekki að leiða bardagana til sigurs og því fór sem fór.

Á morgun keppa svo Vernharð Þorleifsson, Heimir Haraldsson og Margrét Bjarnadóttir. Áætlað er að mótinu verði lokið um kl. 15:00 að íslenskum tíma svo fleiri fréttir ættu að koma fljótlega upp úr því.


Til baka
Leppin sport

Júdósamband Íslands